Minnisblað frá velferðarráðuneytinu um læknismeðferð og ígræðslu plastbarka á Karolinska sjúkrahúsinu

(1606097)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
23.01.2019 25. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Minnisblað frá velferðarráðuneytinu um læknismeðferð og ígræðslu plastbarka á Karolinska sjúkrahúsinu
Á fundinn komu Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Anna Sigrún Baldursdóttir og Ólafur Baldursson frá Landspítala og Jón Atli Benediktsson rektor, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir aðstoðarrektor og Þórður Kristinsson frá Háskóla Íslands.

Gestir gerðu grein fyrir viðbrögðum Háskóla Íslands og Landspítalans í kjölfar skýrslu nefndar, dags. 6. nóv. 2017, sem skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítala 27. okt. 2016, ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.
26.11.2018 15. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Kynning á skýrslu nefndar sem skipuð var af Háskóla Íslands og Landspítala um plastbarkamálið
Á fundinn kom Páll Hreinsson og kynnti skýrslu nefndar sem skipuð var af Háskóla Íslands og Landspítala um plastbarkamálið. Þá svaraði Páll spurningum nefndarmanna.
19.09.2016 70. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Minnisblað frá velferðarráðuneytinu um læknismeðferð og ígræðslu plastbarka á Karolinska sjúkrahúsinu
Formaður kynnti drög að bréfi til heilbrigðisráðherra vegna málsins. Samþykkt að senda bréf til ráðherra frá nefndinni.
16.09.2016 69. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Minnisblað frá velferðarráðuneytinu um læknismeðferð og ígræðslu plastbarka á Karolinska sjúkrahúsinu
Á fundinn komu Jón Atli Benediktsson og Elín Blöndal frá Háskóla Íslands og Páll Matthíasson, Ólafur Baldursson og Anna Sigrún Baldursdóttir frá Landspítala. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málsmeðferð og tillögu að bréfi til heilbrigðisráðherra vegna málsins.
13.09.2016 67. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Minnisblað frá velferðarráðuneytinu um læknismeðferð og ígræðslu plastbarka á Karolinska sjúkrahúsinu
Á fundinn kom Leifur Bárðarson frá Landlæknisembættinu og gerði grein fyrir sjónarmiðum embættisins við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Salvör Nordal og Ástríður Stefánsdóttir frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og gerðu grein fyrir sjónarmiðum stofnunarinnar við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þá komu Kristján Erlendsson og Eiríkur Baldursson frá vísindasiðanefnd og gerðu grein fyrir sjónarmiðum nefndarinnar við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
12.08.2016 57. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Erindi frá heilbrigðisráðherra.
Á fundinn komu Guðrún Sigurjónsdóttir og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá velferðarráðuneyti og gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.